Lokahóf Skíðafélagsins fór fram í gær

Í gær var lokahóf Skíðafélags Dalvíkur í Menningarhúsinu Bergi. Veitt voru verðlaun fyrir nokkur af mótum vetrarins og bikarar félagsins fyrir veturinn. Eftirtaldir fengu bikarana í ár. Afreksbikarinn fékk Björgvin Björgvinsson, Óvæntasta afrekið Þórdís Rögnvaldsdótir, Framfarabikarinn Arnór Reyr Rúnarsson, Ástundunarbikarinn fékk Þorbjörg Viðarsdóttir, Dugnaðarbikarinn Þorsteinn Helgi Valsson og skíðamaður hópsinn sem 13 ára og eldri velja hlaut Björgvin Björgvinsson. Eftir verðlaunaafhendinguna voru síðan dregnir út nokkrir vinningar og voru allir sem æfðu skíði hjá félaginu í vetur í pottinum. Vinningarnir voru skíði, skíðapokar og töskur og skíðagleraugu. Síðan voru grillaðar pylsur á pallinum við Menningarhúsið í boði foreldrafélagsins.