Lokahóf skíðakrakka verður 27. maí.

Þá er komið að því að halda lokahófið. Það fer fram í Brekkuseli 27. maí nk. 12 ára og yngri mæta kl. 17:00 og verða til 19:00 en 13 ára og eldri mæta kl. 19:30. Slegið verður á létta strengi, grillaðar pylsur og fleira. Verðlaunaafhending verður síðan fyrir Firmakeppnina og Nikulásarmótið. Ratleikur verður fyrir þau sem mæta kl. 17:00 og því þarf að klæða sig eftir veðri. Stjórn og foreldrafélag.