Lokahófa skíðabarna

Þá er veturinn að verða búinn og lítið annað eftir af skíðavertíðinni en að halda lokahófið. Það mun fara fram í Böggvistaðafjalli föstudaginn 28. apríl. Fimmti bekkur og yngri mæta kl. 17 og verða til 19 en sjötti bekkur og eldri mæta kl. 20 og verða til 22. Að þessu sinni erum við svo heppin að hafa enn snjó svo við viljum biðja þá sem mæta á lokahófið að hafa skíðin með sér eða jafnvel sleða og snjóþotur. Slegið verður á létta strengi, grillaðar pylsur og viðurkenningar afhentar. Gott getur verið að fylgjast með á símsvaranum til að vera með á nótunum ef einhverjar breytingar verða.