Lokahófið í dag.

Í dag var lokahóf Skíðafélags Dalvíkur í blíðskapar veðri. Yngri börnin mættu kl.17:00. Farið var farið í ratleik, grillaðar pylsur og verðlaun veitt fyrir nokkur mót. Að lokum fengu allir viðurkenningarskjal fyrir þáttökuna í vetur. 13 ára og eldri mættu kl. 19:00 og eftir að allir voru orðnir saddir eftir grllið var farið í verðlaunaafheningu. Kristinn Ingi Valsson þjálfari veitti síðan bikara félagsins fyrir veturinn og fengu eftirtaldir bikarana í ár. Afreksbikarinn fékk Björgvin Björgvinsson, Óvæntasta afrekið María Bjarnadóttir, Framfarabikarinn Mad Björgvinsson, Ástundunarbikarinn fékk Þorsteinn Helgi Valsson, Dugnaðarbikarinn Unnar Már Sveinbjarnarson og skíðamaður hópsinn sem krakkarnir velja hlaut Mod Björgvinsson.