Mannvitsbrekkur í brekkum Böggvisstaðafjalls

Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið góður í Böggvisstaðafjalli í dag. Hér var samankomin þónokkur fjöldi skíðamanna allstaðar af landinu og nutu þeir dagsins í skíðabrekkunum. Meðal gesta í dag var stór hópur frá verkfræðistofunni Mannvit með heimamanninn Steinþór Traustason í fararbroddi. Veðrið lék við okkur og í tilefni dagsins skellti Einar svæðisstjóri sér upp á troðaranum og dró fólk eins hátt og troðarinn komst við góðar undirtektir skíðamanna.