Markús með gull í Bláfjöllum.

Um sl. helgi fór fram fyrsta bikarmót vetrarins í flokkum 12-15 ára. Skidalvík átti þar fjóra fulltrúa. Keppt var í svigi og stórsvigi.

Á laugardaginn kepptu 14-15 ára í stórsvigi, Þar endaði Brynjólfur Máni í 3 sæti og Torfi Jóhann í 5 sæti.

12-13 ára kepptu í svigi þar var Dagur Ýmir var fyrstur eftir fyrri en hlektist á í seinni, Markús Máni bakkaði hann upp og sigraði.

Á sunnudegi kepptu 14-15 ára í svigi, Brynjólfur lenti í 3 sæti, Torfi átti fína fyrri ferð en hlektist á í seinni og endaði 6.

12-13 ára kepptu í stórsvigi, hlektist þeim báðum á ofarlega í brautini í fyrri ferð og luku þar með keppni. Næsta mót verður í Oddskarði eftir þrjár vikur.