06.03.2012
Meistaramót í flokki 11-12 ára verður haldið í Bláfjöllum 10-11.mars nk. Skíðafélag Dalvíkur hefur ákveðið að taka þátt í helming kostnaðar þeirra sem ákveða að fara. Stefnt er að því að þeir sem fara gisti saman í Bláfjöllum en nánari upplýsingar um það koma síðar. Þeir sem hafa áhuga á því að fara á mótið eru beðnir að senda Marsibil Sigurðardóttir póst á marsibil@simnet.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 7. mars. Í framhaldi af því verður sendur póstur á þá sem ætla að fara á mótið með upplýsingum um kostnað og annað fyrirkomulag.
Barnamót fyrir 9-10 ára sömu helgi.
Samhliða mótinu mun Skíðadeild Breiðabliks halda barnamót fyrir börn á aldrinum 9-10 ára af öllu landinu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu skrá sig sjálfir og fara á eigin vegum. Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi fyrir kl 22:00 fimmtudaginn 8. mars á netfang: smari@valabol.is
Hafi einhverjir áhuga á að gista með 11-12 ára hópnum sem fer á meistaramótið eru þeir beðnir að senda póst á marsibil@simnet.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 7. mars.