Meistaramót 11-12 ára um næstu helgi. Samhliða mótinu er 9-10 ára mót.

Meistaramót í flokki 11-12 ára flokki barna verður haldið í Bláfjöllum daganna 10.-11.mars nk. Samhliða mótinu mun Skíðadeild Breiðabliks halda barnamót fyrir börn á aldrinum 9-10 ára af öllu landinu. Því miður er ekki unnt að halda mót í flokki 6-8 ára eins og upphaflega stóð til en Skíðadeild Breiðabliks vill þakka fyrir þær góðu viðtökur sem mótahald í þeim aldursflokki fékk. Keppt verður á laugardeginum í svigi og í stórsvigi á sunnudeginum í flokki 9-12 ára. Fararstjórafundur verður haldinn í Íþróttahúsinu í Smáranum á föstudeginum kl. 20.00. Æfingabúðir sem til stóð að halda í aðdraganda móts verða því miður ekki á dagskrá vegna slæms veðurútlits í vikunni. Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skíðadeildar Breiðabliks http://www.breidablik.is/skidi og með því að senda tölvupóst á Smára Þorvaldsson mótstjóra á póstfangið smari@valabol.is Þátttökutilkynningar sem sendar voru inn fyrir síðustu helgi gilda og nægir að tilkyna um forföll eða nýjar srkáningar í síðasta lagi fimmtudaginn 8. mars kl 22:00 á netfang: smari@valabol.is Félög utan af landi eru hvött til að hafa samband við Breiðablik, Ármann,Víking, ÍR, og KR og ath með gistingu og fæði í Bláfjöllum. Þeir sem hafa áhuga á að gista í Breiðabliksskála er bent á að hafa samband við Lydíu á netfangið lydiaosk@mi.is. Mótagjöld eru í samræmi við gjaldskrá SKI Með skíðakveðju Mótsnefnd