Metaðsókn

Síðustu daga hefur verið mikil umferð á heimasíðu Skíðafélags Dalvíkur og hefur heimsóknarfjöldin verið í kringum 500 á dag síðustu daga og skoðaðar hafa verið um 950 síður í þessum heimsóknum. Það er því óhætt að segja að heimasíða félagsins sé vinsæl þessa dagana og er það auðvita því að þakka að hér er búið að opna skíðasvæðið eins og allir vita og að sjálfsögðu vorum við fyrst til að opna eins og venjulega þó svo að snjórinn hafi stundum tollað ílla.