Miðasölukerfi sett upp á skíðasvæðið

Sett hefur verið upp miðasölukerfi á skíðasvæðið og kemur það til með að hafa töluverðar breytingar í för með sér. Hér eftir þurfa þeir sem koma á skíði að nota kortið sem þeir kaupa í kortalesara sem opnar hlið sem veitir þeim síðan aðgang að lyftunum í hvert sinn sem farið er í þær. Þetta hefur í för með sér að hér eftir þurfa þeir sem eru með árskort að hafa þau meðferis á skíðasvæðið til þess að komast í lyfturnar. Kortin sem þarf að setja í lesarann eru með strikamerki og eru ókeypis en síðan er hægt að kaupa kort sem eru mun einfaldari í notkun. Þau kort eru lykla kort og eru þannig að þegar viðkomandi er komin á ákveðin stað í hliðinu opnast það án þess að þurfi að stinga kortinu í lesarann. Inn í kortinu er flaga sem nemi í hliðinu nemur og hliðið opnast. Kortið er haft í vasanum en margar gerðir að skíðafatnaði eru orðnar með vasa ætlaðar fyrir slík kort. Munurinn á kortunum liggur í þægindum því kortið með flögunni þarf aldrei að taka úr vasanum en hinu þarf að stinga í lesarann í hvert skipti sem farið er í lyftuna eins og áður sagði. Lykla kortin kosta 1000 krónur og þau þarf einungis að kaupa einu sinni því nýjar upplýsingar er hægt að setja inn á kortið á hverju ári. Kortunum er einnig hægt að skila inn eftir hverja skíðavertíð og fast þá 500 krónur endurgreiddar. Tekin er mynd af öllum vetrarkorthöfum sem síðan er tengd viðkomandi korti og byrtist mynd af korthafanum á skjá hjá lyftuvörðum um leið og viðkomandi fer í gegn um hliðið en með því er hægt að fylgjast náið með því hvort eigandi kortsins er ekki sjálfur að nota það. Við viljum benda foreldrum barna sem eru á æfingum á að kaupa lykla kort fyrir börnin og létta þeim um leið aðgang að lyftunum en það gæti orðið erfitt fyrir þau að þurfa að stinga korti í lesarann í hvert skipti sem þau fara í hana.