11.11.2002
Mikið hefur verið um heimsóknir á vef Skíðafélagsins frá því hann var opnaður fyrir rúmum 10 mánuðum. Alls eru heimsóknir orðnar 8.668 talsins og hafa 21.104 síður verið skoðaðar í þessum heimsóknum. Að meðaltali eru 27 heimsóknir á dag og skoðaðar eru 2,4 síður í hverri heimsókn.
Sem fyrr er vefmyndavélin áberandi vinsælust með rúmlega fjórðung heimsóknanna. Greinilegt að fólk er að skoða færið og veðrið í Böggvisstaðafjalli.
Umferðin hefur verið að aukast undanfarið og þó sérstaklega þegar lyfturnar voru opnaðar fyrir skömmu.
Mikið er sótt hingað víða úr heimi eins og áður, nú eru farnar að sjást nokkrar heimsóknir frá Turks og Caicoseyjum sem er hluti af Bermúdaeyjaklasanum. Einnig eru fáeinar heimsóknir frá Japan, Ungverjalandi, Sviss, Brasilíu og Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt. Heimsóknir frá Noregi og Danmörku eru ennþá töluverðar.
Vonandi að einhverjir af þessum gestum kíki í raunverulega heimsókn til Dalvíkur og skelli sér á skíði.