Mikil vinna síðustu sólarhringa.

Það hafa verið fáar pásurnar sem starfsmenn skíðasvæðisins hafa fengið síðustu daga. Troðarinn hefur varla stoppað og hefur Einar Hjörleifsson nánast verið hér á skíðasvæðinu síðan á miðvikudag til þess að gera þetta mót mögulegt. Í gærkveldi og nótt þurfti að ýta miklu af snjó út úr brekkunni fyrir svigkeppnina í dag.