Minnispunktar frá "Umhirðu og viðhalds skíðabúnaðar"

Hér koma loksins minnispunktarnir sem ég lofaði eftir "æfingabúðirnar" okkar ;-) Nú væri kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki tóku skíðin sín í gegn eftir síðasta tímabil að undirbúa búnaðinn fyrir allan snjóinn sem er á leiðinni. Þið ykkar sem ekki sáuð ykkuð fært að æfa ykkur undir leiðsögn en hafið áhuga, endilega látið mig vita. BRÝNA KANTANA: 1. Hreinsa botninn: ef áburður er í botninum er best að skafa sem mest undan með járnsköfu og hreinsa svo afganginn með hreinsiefni (white sprit ódýrast). Ef botninn er alveg þurr og engan áburð að sjá þarf ekki að hreinsa hann. 2. Athuga hvort annað hvort botn eða kantar séu hærri. Ef botninn er hærri en kantarnir, er honum náð niður með járnsköfu. Ef kantarnir eru hærri en botnin er þeim náð niður með þjöl (body-þjöl notuð ef um mikil mun er að ræða). Strjúka yfir skíðin með þjölinni þangað til hún hættir að taka í kantana (munið að halda rétt á þjölinni). Ef body-þjölin er notuð, er best að fara alltaf yfir með fínni þjöl á eftir. 3. Setjið steininn í "stuðningsþjölina" og strjúkið yfir hliðarkantana til að ná hökunum úr (munið eftir því hvað gráðu þið notuðuð síðast). 4. Setjið þjölina í "stuðningsþjölina" og strjúkið eftir þörfum eftir köntunum. Passið að athuga kantana reglulega til að brýna ekki of mikið. 5. Þið ykkar sem eigið demantaþjöl setjið hana í "stuðningsþjölina" og strjúkið yfir hliðarkantana (þetta herðir kantana og bitið helst lengur). 6. Afbrýnið ca. 6 cm að neðan og 10 að ofan ef nauðsyn krefur. 7. Þurrka af skíðunum með klút og þá eru þau tilbúin fyrir áburðinn. BRÆÐA UNDIR BOTNINN: 1. Óþarfi að hreinsa botninn sérstaklega en gott að fara yfir hann með járnsköfunni. 2. Passa að hafa straujárnið á hæfilegum hita og ekki gleyma því á botninum ;-) Snúið mjórri endanum niður og látið áburð dropa á botninn. 3. Straujið yfir botninn þangað til áburðurinn hefur dreifst vel. 4. Látið skíðin kólna aðeins (gott að setja þau út) áður en áburðurinn er skafinn undan. 5. Notið styttri hliðina á sköfunni fyrir hliðarkantana og lengri hliðina fyrir botninn (óþarfi að skafa allann áburðinn undan skíðinu). Kveðja Guðný Hansen.