Minnum á Jónsmótið sem haldið verður 15-16 mars.

Undanfarin ár hefur Skíðafélag Dalvíkur staðið fyrir móti með nokkuð óhefðbundnu sniði. Þeir sem vilja nánari upplýsingar er bent á að hafa senda okkur póst á skidalvik@skidalvik.is Mótið heitir Jónsmót og hefur verið haldið árlega til að heiðra minningu Jóns Bjarnasonar sem var einn af stofnendum Skíðafélags Dalvíkur. Jónsmótið hefur skapað sér nokkra sérstöðu í mótaflóru 11-12 ára skíðabarna enda er ekki nóg fyrir keppendur að geta rennt sér lipurlega niður skíðabrekkur Böggvisstaðarfjalls til að bera sigur úr býtum, heldur þurfa þeir og að geta ráðið við snjóinn í fljótandi formi. Um er að ræða keppni í svigi, stórsvigi og sundi svo og tvíkeppni þ.e. stórsvig/sund. Með þessu móti teljum að hægt sé að ná til breiðari hóps keppenda og höfðað til almennings og þeirra sem ekki kæra sig um að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum skíðamanna. Mótið verður haldið 15 - 16 mars 2003 og vonumst við eftir góðri þáttöku.