Minnum á páskaeggjamótð og kaffihlaðborðið.

Í dag verður páskaeggjamót fyrir börn fædd 2005 og yngri og hefst það kl. 12.00. Þrátt fyrir að aðstæður séu ekkert sérstakar ætlum við að halda okkar striki og leggja braut í barnabrekkunni og gefa krökkunum páskaegg í verðlaun. Kl. 14.00 verður síðan kaffihlaðborð í Brekkuseli í umsjón Foreldrafélagsins. Tilvalið að skella sér í Brekkusel eftir páskaeggjamótið og fá sér tertur og styrkja starf foreldarfélagsins.