02.11.2008
Ákveðið hefur verið að hafa tvo daga þar sem tekið verður á móti greiðslu æfingagjalda og vetrarkorta. Mjög mikilvægt að greitt sé annan hvorn þennan dag. Dagarnir eru Sunnudagurinn 2. nóvember frá kl. 15:00 til 19:00 og mánudagurinn 3. nóvember milli kl: 17:00 og 19:00 í Brekkuseli. Athugið að ef æfingagjöld eru greidd á skráningardögum er gjaldið lægst. Það hækkar síðan ef greitt er á tímabilinu 4. nóv 2008 til 4. des 2008. Eftir 4. des verður rukkað grunnverð. Með þessu ætlum við að gefa þeim sem greiða á réttum tíma góðan afslátt og gera alla innheimtu og skráningar skilvirkari. Ef greitt er á auglýstum dögum er hægt að skipta greiðslum í þrennt ef greitt er með kreditkorti.Eftir það verður að staðgreiða öll gjöld.
Vinsamlegast takið þessum breytingum vel og greiðið annað hvort 2. eða 3. nóvember 2008. Á morgun föstudag verður miða með upplýsingum dreift í öll hús í Dalvíkurbyggð.
Vinsamlegast athugið að dagsetningar á miðanum þar sem verðin eru gefin upp eru ekki réttar. Þar átti að stand frá 4. nóv til 4. des, ekki 15. des til 15. jan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.