Minnum á sölu og skiptimarkaðinn í Brekkuseli

Á morgun Laugardaginn 4. desember verður sölumarkaður í Brekkuseli milli kl.10:00-12:00. Þar geta þeir sem hafa skíðabúnað og skíðaföt til sölu mætt og selt og þeir komið sem vantar búnað. Tilvalið fyrir þá sem eiga skíðadót til sölu og fyrir þá sem vantar búnað. Þeir sem vilja selja þurfa að vera á staðnum og sjá um söluna á sínum varningi sjálfir. Foreldarfélagið.