Misjafnt gegni hjá okkar mönnum í Noregi

Í dag var keppt í svigi í Baerum í Noregi. Bestum árangri okkar keppenda náði Snorri Páll en hann hafnaði í 49. sæti og bætti ekki punktastöðu sína. Kári Brynjólfsson átti hins vegar góðan dag og hafnaði í 54. sæti og uppskar 136,75 punkta sem er hans besti árangur til þessa. Kristni Inga hlekktist á í fyrri ferð og hætti hann keppni. Aftur verður keppt í svigi á morgun, sunnudag, en að því loknu halda Snorri og Kári heim á leið en Kristinn niður til Maribor í Slóveníu þar sem hann tekur þátt í heimsmeistaramóti unglinga. Óskar Óskarsson formaður Skíðafélags Dalvíkur er staddur í Maribor og mun hann vonandi flytja okkur fréttir af mótinu sem birtar verða hér á síðunni. BJV