01.03.2010
Aðstæður á skíðasvæðinu hér á Dalvík eru nú orðnar mjög góðar eftir snjókomu síðustu daga. Allar brekkur eru orðnar færar og skíðafærið eins og best verður, meðal annars er Stallabrekkan orðin mjög góð. Allt útlit er fyrir að keppt verði í henni á Skíðamóti Íslands í lok mars. Neðst á upphafssíðu myndasíðunnar eru nokkrar myndir sem teknar voru á svæðinu í gær, smellið á myndina, 28. febrúar 2010 og síðan á Skíðasvæðið á Dalvík 28. febrúar 2010. Smávægileg bilun er í myndakerfinu, því þarf að fara þessa leið.