Mótahald Skíðafélaganna á Dalvík og á Ólafsfirði.

Í vetur hafa Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði haldið tvö bikarmót í sameiningu. Þegar kemur að bikarmótum sem félögin halda höfum við gert allt til þess að framkvæma mótin eins vel og unnt er því góður undirbúningur skiptir öllu þegar í keppnisbrekkuna er komið. Í raun virkar þetta þannig hjá okkur að í síðastalagi á miðvikudegi fyrir mót vita allir hvað þeir eiga að gera og undirbúa sig samkvæmt því. Mótsboð og dagskrá er undantekninga laust sent út með minnst viku fyrirvara og endanleg dagskrá er gefin út á miðvikudegi fyrir mót. Með þessu vita allir sem okkur heimsækja, keppendur þjálfarar og fararstjórar allt um þann hluta undirbúningsins sem að þeim snýr og allir eru sáttir. Það sem mestu máli skiptir þegar bikarmót er haldið er mannskapurinn sem þarf til þess að allt gangi vel en félögin eiga stóran hóp að fólki sem er tilbúið að vinna með okkur við mótahaldið. 40 manns hafa komið að hvoru móti nú í vetur og viljum við koma á framfæri þökkum til þessara aðila því ljóst er að án þeirra væri slíkt mótahald ekki framkvæmanlegt.