Mótahald úr skorðum um síðustu helgi.

Um síðustu helgi átti að fara fram bikarmót í flokki 15-16 ára og fullorðinsflokki í Hlíðarfjalli en skemmst er frá því að segja að ekkert var hægt að gera vegna aðstæðna. Allt var gert til að mótið gæti farið fram á laugardaginn og voru Akureyringar mættir með mannskap til Dalvíkur til að halda stórsvig en hér voru aðstæður ekkert betri og því var mótið flautað af. Enn einu sinni er búið að gera ný plön og hefur 13-14 ára mótið sem Breiðablik átti að halda í Bláfjöllum verið fært til Siglufjarðar og nú eru Bláfjöll orðin varastaður fyrir 15-16 ára og fullorðins mót sem á að vera hér á Dalvík um helgina í boði Skíðafélags Dalvíkur og Skíðafélags Ólafsfjarðar!!!!