16.03.2003
Það ætlar ekki að ganga vel með mótahald í ár. Það er ekki nóg með að snjóleysið hái okkur því veðurguðirnir gripu í taumana í Bláfjöllum um helgina þar sem átti að keppa í flokki 15 ára og eldri. Fresta varð keppni báða dagana vegna veðurs en þeir Snorri Páll Guðbjörnsson og Kári Brynjólfsson ætluðu að taka þátt í mótinu.
Á Siglufirði var keppt á nýja svæðinu og þeir sem þar voru létu vel af aðstæðum og er því óhætt að óska Siglfirðingum til hamingju svæðið. Okkar keppendur skiluðu sé allir í mark báða dagana. Þau eru Baldvina Jóhannsdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir og Kjartan Hjaltason.
Í gær var keppt í svigi hjá stúlkum og hafnaði Baldvina í 26 sæti og Bryndís í því 30. Piltarnir kepptu í stórsvigi í gær og endaði Kjartan í 22 sæti.
Í dag var síðan keppt í stórsvigi stúlkna og þá hafnaði Baldvina í 28 sæti og Bryndís í 36. Kjartan hafnaði síðan í 14 sæti í svigi í dag.