Mótsslit kl. 17.30 á morgun

Mótsslit Skíðamóts Íslands, sem vera áttu kl. 15 í Tjarnarborg í Ólafsfirði á morgun, frestast til kl. 17.30. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að FIS-mótið í svigi hefst ekki fyrr en klukkan 11 í fyrramálið og því er ljóst að því mun vart ljúka fyrr en á fimmta tímanum. Til þess að tryggja að starfsmenn við svigmótið á Dalvík verði búnir að ganga frá öllum lausum endum í tíma var ákveðið að hafa mótsslitin kl. 17.30.