11.07.2004
Jæja, loksins kemur fyrsti hluti myndanna af Andrés Önd inn á myndasíðuna okkar. Vegna bilana á heimasíðunni tókst ekki að setja myndirnar strax inn og biðjast ljósmyndarar skíðafélagsins velvirðingar á því.
Seinni hluti myndanna verður vonandi settur inn fljótlega og biðjum við þá sem eiga skemmtilegar myndir af leikunum á tölvutækuformi að senda þær á skíðafélagið svo hægt verði að setja þeir inn á heimasíðuna. Það væri einnig vel þegið að fá myndir sendar af þeim keppendum sem vantar inn á heimasíðuna.