Myndir úr uppbyggingarsögu Skíðafélags Dalvíkur.

Í tilefni 30 ára afmælis Skíðafélags Dalvíkur á síðasta ári þá voru teknar saman myndir úr uppbyggingarsögu félagsins. Það voru bæði myndir úr félagsstarfinu og að byggingu mannvirkja. Það voru um 600 myndir sem skiluðu sér í þessari atrennu og var það Jón Halldórsson sem sá um að afla myndanna Við ætlum á næstunni að setja hluta þessara mynda inn á myndavef síðunnar og byrja á elstu myndunum. Við komum til með að tilkynna það þegar nýjar myndir koma inn hér á fréttasíðunni. Þegar eru komnar nokkrar myndir inn og eru þær meðal annars frá því þegar spjaldalyftan var ein á svæðinu ásamt fyrsta húsinu sem félagið reisti á svæðinu en það var gömul verslun sem var á Dalvík og gékk undir nafninu Hóll. Smávægilegir byrjunar erfiðleikar eru með innsetningu mynda og texta og biðjum afsökunar á því. Sjón er sögu ríkari. Smelltu á "myndasiða" hér til vinstri.