Nægur snjór í fjallinu.

Eftir að veðrið gékk niður í nótt og birti í morgun kom í ljós að nægur snjór er í fjallinu og því útlitið gott hvað snjó varðar. Það sem er öllu verra er að nýrri snjótroðarinn er bilaður og er verið að bíða eftir varahlutum erlendis frá og er von á þeim á þriðjudag til landsins. Gamli troðarinn sem oft hefur reddað málunum í þessari stöðu bilaði svo í gær og því ljóst að svæðið verður ekki opnað fyrr en um miðja viku.