10.11.2006
Sunnudaginn 12. nóvember kl. 11 æltar Kristinn Ingi Valsson "Dandi" landsliðsmaður á skíðum að bjóða upp á námskeið í umhriðu skíða. Farið verður yfir undirstöðuatriði s.s. bræðslu og brýningu auk þess sem Dandi mun fara yfir þá grunn meðferð sem ný skíði þurfa að fá áður en þau eru tekin í notkun. Þetta er gott tækifæri, bæði fyrir skíðakrakka og foreldra, til að koma og læra réttu handtökin í meðferð skíða.
Eftir námskeiðið stendur svo þeim sem vilja til boða að fá skíðin sín tekin í gegn, eða ný skíði "grunnpreppuð" hjá Danda gegn vægu gjaldi.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og hvetjum við alla til að mæta. Þeir sem hugsa sér að koma á námskeiðið eru vinsamlega beðnir að senda tilkynningu um það á netfangið bjarna@dalvik.is.
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur