19.03.2009
....skráningafrestur í Promens samhliðasvigið renni út. HVETJUM ALLA TIL AÐ MELDA SIG Í TÍMA OG FORÐAST BIÐRAÐIR!! Meðal þeirra sem hafa skráð sig til leiks nú þegar er ríkjandi íslandsmeistari í samhliðasvig karla heimamaðurinn Kristinn Ingi Valsson, betur þekktur sem Dandi. Fréttaritarar skidalvik.is hafa það fyrir satt að kappinn sé farinn að taka aukaæfingar og stefni að því að toppa á hárréttum tíma.
Dagskrá mótsins er smátt og smátt að fæðast en gert er ráð fyrir að aðalkeppnin hefjist kl. 19:30 á fimmtudagskvöldið. Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvort keyra þurfi undankeppni en ef svo fer þá verður hún keyrð fyrr um daginn.
Kynnir kvöldsins verður Marinó Sveinsson ferðamálafrömuður og boðið verður upp á kakó, kleinur og Dalvískt flatbrauð á meðan á keppni stendur.
Endanleg dagskrá mun liggja fyrir á sunnudagskvöld.