Ný vefmyndavél í notkun.

Í dag var tekin í notkun ný vefmyndavél fyrir skíðasvæðið. Vélin kemur í staðin fyrir vél sem var orðin léleg eins og sást á myndunum úr henni. Þessi vél er mun fullkomnari og er staðsett úti en sú gamla var inni. Það er Sportvík sem hefur frá upphafi séð um vélina og gerir enn og þökkum við þeim fyrir framtakið sem mjög margir kunna vel að meta.