30.01.2002
Síðast liðið vor var hafist handa við að endurbæta hluta raflagna í Böggvisstaðafjalli en fyrr um veturinn vað ljóst að ekki yrði beðið lengur með það þar sem Vinnu-og Rafmagnseftrilitið vað búið að gera alvarlegar athugasemdir við hundgamla loftlínu sem var enn uppi frá því fyrsta lyftan var reist í fjallinu. Þessar framkvæmdir voru það viðamiklar að ekki þótti vit í öðru en að endurbæta lýsinguna og lýsa efra svæðið í leiðinni. Lýsingin á neðra svæðinu var færð suður fyrir brekkuna og sett var lýsing milli brekkanna sunnan við efri lyftuna.
S.l. vor, áður en snjóa leysti, voru 15 rafmagnsstaurar 11 metra langir dregnir á snjó á þá staði þar sem þeir áttu að koma. Í sumar voru síða handmokaðar 15 holur hver 1.80 metrar á dýpt með áhöldum af minjasafni RARIK. Staurarnir voru einnig reistir með græju af minjasafni RARIK og voru þessi vinnubrögð notuð til forna og viðhöfð til að valda sem minnstum spjöllum í fjallinu.
Allar rafmagnsleiðslur voru stungnar niður með stunguskóflum, samtals um 2 km. Um 3.5 km af lögnum fóru í verkið þ.e. fyrir rafmagn, tímatöku og hátalarakerfi.
Þessum hluta verksins lauk í September en þá var komin tíma á pásu þar sem flestar helgar sumarsins hefðu farið í verkið hjá þeim allra hörðustu í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Í fyrstu snjóum í haust var kösturum komið fyrir á staurunum í neðri brekkunni en okkur hefur vantað kastara á efra svæðið en nú er það í höfn því að fyrirtæki hér á Dalvík gáfu okkur þá kastara sem upp á vantaði og nú eru þeir komnir á sinn stað.
Þessi framkvæmd er mikið sóknarfæri fyrir skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli en nú er um 1200 metra löng brekka upplýst á svæðinu sem hægt er að nota alla vertíðina en áður var ekki hægt að skíða á efra svæðinu nema um helgar fyrr en komið var fram í febrúar.
Nú getum við haldið lögleg kvöldmót ef þess þarf því brekkan á efra svæðinu er lögleg keppnisbrekka í svigi úttekin af FIS og vonandi getur orðið að einu slíku móti sem fyrst. Það fer vel á því að þetta skuli verða að veruleika á 30 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur. Dalvíkurbyggð stóð að vanda vel við bakið á félaginu í þessari framkvæmd. Fjölmörg fyrirtæki studdu félagið einnig vel en þau eru RARIK,sem var þar stæðst, Húsasmiðjan, Tréverk, Ískraft Akureyri, Steypistöð Dalvíkur, Árfell og Vélaverkstæði Dalvíkur sem lánaði ýmis tæki og tól. Þessum aðilum þakkar félagið sérstaklega fyrir aðstoðina en án þeirra hefði þessi framkvæmd ekki orðið að veruleika nú. Félagið þakkar einnig þeim fjölmörgu sem lögðu fram sjálfboðavinnu í verkið og mökum þeirra fyrir þolinmæðina en í verkið fóru um 1000 tímar í sjálfboðavinnu.
Þeir sem til okkar koma á skíði í vetur lofum við vel lýstum brekkum eða jafnvel þeim bestu á landinu í dag. Á myndinni á forsíðunni er hægt að sjá hvar lýsingin er staðsett, merkt með gulri línu.