Nýja stólalyftan tekin í notkun í Hlíðarfjalli, til hamingju með það!

Í dag var nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli tekin í notkun og er því þungu fargi létt af skíðaáhugafólki, að loksins sé komin snjór á eitthvert skíðasvæði á landinu sem er nothæfur. Skíðafélag Dalvíkur óskar Akureyringum og nærsveitamönnum til hamingju með þessa glæsilegu lyftu og vonar að bygging þessarar lyftu í Hlíðarfjalli verði til þess að enn frekari uppbygging verði á skíðamannvirkjum á Eyjafjarðarsvæðinu á allra næstu árum.