Nýji troðarinn klár í vikunni

Eins og fram hefur komið erum við að fá nýjan troðara að gerðinni Pisten Bully 300 frá Kassbohrer. Nú í vikunni verður troðarinn klár til afhendingar og ætti því að verða komin til Dalvíkur um miðjan nóvember. Þangað til munum við nota gamla troðarann, meðal annars við snjóframleiðsluna og troðslu þegar að því kemur að opna svæðið sem verður við fyrsta tækifæri.