Nýr heimslisti.

Nýr heimslisti var að koma sá fyrsti fyrir veturinn 2007 - 2008 .Íslenskir keppendur stórbæta sig . Í Karlaflokki eru þrír keppendur í landsliði komnir undir 500 á lista í svigi. þetta eru þeir Björgvin Björgvinsson Davík sem er no 149 í svig lækkar um 21 sæti , Þorsteinn Ingason Akureyri no 400 lækkar 72 sæti og Gísli Rafn Guðmundsson Ármanni no 495 lækkar sig um 100 sæti. Þetta er betri staða en var á sama tíma fyrir síðustu ólympíuleika Dagný hefur einnig lagað stöðu sína á heimslista. í Bruni er hún no 90 , hún hefur lækkað um 11 sæti , í tvíkeppni er að koma út fyrsti listi en þar er Dagný no 76 .