Nýr samningur undirritaður í dag.

Í dag undirrituðu Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Óskar Óskarsson formaður Skíðafélags Dalvíkur nýjan samning milli félagsins og Dalvíkurbyggðar, samningurinn er til þriggja ára. Á árinu 2007 fær félagið 11.200.000, 11.350.000 á árinu 2008 og 11.500.000 árið 2009. Rétt er að geta þess að inn í þessum tölum er styrkur til troðarakaupa en sú upphæð er 5.500.000 krónur á ári.