Nýr valkostur á Íslandi.

Nú geta unglingar komið til okkar, dvalið inni á heimilum sem hafa tilskilin leyfi og æft skíði hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Skíðafélag Dalvíkur og Dvöl í Dal bjóða í samstarfi upp á nokkra valkosti fyrir skíðafólk sem vill koma til okkar til æfinga eða skemmtunnar allt upp í viku í senn . Um er að ræða þrjá aðal valkosti en þó er hægt að sníða dvalartímann að þörfum hvers og eins. -Skíðavika unglinga - auglýst sérstaklega. - Aldur 7. - 10. bekkur - Búa á heimilium 1-3 saman hjá vistfjölskyldum. - Sérsniðin dagskrá tengd útivist t.d hestamennska. - Aðstoð við heimanámið 4x yfir vikuna - Skíðaæfingar á hefðbundnum skíðaæfingum hjá Skíðafélagi Dalvíkur sé þess óskað - Þátttaka í félagstarfi með jafnöldrum Tilvalin vika fyrir krakka sem vilja komast í nýtt umhverfi, stunda útvist og fara á skíði við góðar aðstæður sem hér eru í boði. - Skíðaæfingar unglinga - Aldur 7. - 10. bekkur - Pantað sérstaklega fyrir 1-3 einstaklinga saman. - Búa á heimilum hjá vistfjölskyldum - Skíðaæfingar alla daga á meðan á dvölinni stendur hjá Skíðafélagi Dalvíkur. - Aðstoð við heimanám meðan á dvölinni stendur. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem stunda skíðaíþróttina af krafti að nýta sér þennan möguleika og fara í æfingaferð innanlands á eigin vegum. - Skíðahópar með fullorðnum fararstjórum og þjálfara. - Búa í Brekkuseli skála Skíðafélags Dalvíkur, sjá skidalvik.is. - Búa á heimavist að Húsabakka í Svarfaðardal. - Hægt að fá matráð sem sér um allt eða hluta fæðis. -Skíðaæfingar skipulagðar af hópnum. -aðstoð við heimanám ef dvöl er meira en 2 virka daga. Kjörið fyrir hópa á vegum íþróttafélaga, foreldrafélaga og skóla. Hér er hægt að panta virka daga og helgar. Allar upplýsingar um Skíðafélag Dalvíkur er að finna á skidalvik.is. Þá gefur Óskar Óskarsson upplýsingar um þann hluta sem snýr að skíðaþjálfuninni í síma 8983589. Verkefnisstjóri fyrir hönd félagsins dvöl í Dalvíkurbyggð er Kolbrún Reynisdóttir og gefur hún allar upplýsingar um kostnað, bókanir og annað fyrirkomulag. Hægt er að ná í Kolbrúnu í símum 5554212- 8622109 eða í gegnum tölvupóst á póstfangið argerdi@argerdi.com