23.09.2003
Á næsta ári verður nýr vegur lagður að skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli og bílastæði stækkuð í leiðinni. Búið er að staðsetja veginn og verður hann á sama stað og mun því liggja upp úr Mímisveginum eins og er í dag en þegar kemur upp að Stórhól verður vegurinn í beinni línu að neðra bílastæðinu og þaðan inn á veginn að efra bílastæðinu sem verður stækkað í leiðinni eins og áður sagði.
Vegurinn verður allur hækkaður upp og verður með bundnu slitlagi þannig að um gjörbyltingu verður að ræða fyrir þá sem á skíðasvæðið koma og einnig alla þá sem um veginn fara en hann er mikið notaður að fólki sem gengur upp í fólkavanginn.