Nýr vegur að skíðasvæðinu.

Þessa dagana eru verktakar að undirbúa sig fyrir byggingu nýja vegarins að skíðasvæðinu. Töluverðar breytingar verða á vegastæðinu þegar komið er upp að Stórhólnum en þaðan liggur vegurinn nánast beint að Brekkuseli. Það er alveg ljóst að nýi vegurinn mun gjörbreyta aðkomunni að skíðasvæðinu þar sem hann er mun hærri og breiðari en sá gamli. Nýtt bílastæði kemur síðan neðan við Brekkusel sem okkur hefur sárvantað lengi. Verklok eru áætluð í ágúst en þá á vegurinn að vera tilbúinn með bundnu slitlagi. Fleiri framkvæmdir verða á þessu ári því nú er í undirbúningi bygging troðarageymslu sem áætlað er að rísi fyrir norðan Brekkusel.