Nýtt hljóðkerfi á skíðasvæðinu.

Skíðafélag Dalvíkur hefur ásamt Hestamannafélaginu Hring fest kaup á nýju hljóðkerfi sem verður notað á bikarmótinu um helgina. Þetta er hjóðkerfi með útvarpssendi sem nær töluvert út fyrir skíðasvæðið og ættu því íbúar á Dalvík að geta hlustað á það sem fer fram á skíðasvæðinu mótsdagana tvo. Þá geta þeir sem eru á skíðasvæðinu hlustað á það sem fer fram, til dæmis með því að nota gsm síma sína, tíðnin er fm 102.3.