Ólafsfirðingar í tveimur efstu sætum

Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði er með besta tímann í svigi karla á Skíðamóti Íslands, en keppni er nú að ljúka í fyrri ferð. Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði er með annan besta tímann og Jóhann F. Haraldsson, Skíðaliði Reykjavíkur, er þriðji. Ingar Steinarsson, Skíðafélagi Akureyrar, er síðan fjórði. Gert er ráð fyrir að keppni í svigi kvenna hefjist eftir tíu mínútur, um kl. 12.30.