Ólafur Th. kominn með fjögur gull

Ólafur Th. Árnason frá Ísafirði er göngukóngur Skíðamóts Íslands. Hann sigraði í dag í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og þar með hefur hann unnið í öllum þremur einstaklingsgreinum í göngu. Að auki hefur Ólafur nú þegar tryggt sér sigur í tvíkeppni í göngu. Annar í 15 km göngu 20 ára og eldri í dag var Magnús Eiríksson, Siglufirði, og þriðji Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði.