Ólafur Th. sigraði í karlaflokki

Ólafur Th. Árnason frá Ísafirði sigraði nokkuð örugglega í sprettgöngu karla. Hann náði strax góðri forystu og hélt henni til loka. Annar varð Helgi Heiðar Jóhannesson Akureyri og þriðji Jakob Einar Jakobsson Ísafirði. Fjórði keppandinn í úrslitagöngunni, Hjörvar Maronsson frá Ólafsfirði, varð fyrir því óhappi strax á fyrstu metrum göngunnar að detta og hætti hann fljótlega keppni.