Old boys & girls .........framhald

Fréttasnápur skidalvik.is brá sér á æfingu hjá ellismellunum í gærkvöldi í Böggvisstaðarfjalli og var vel mætt þrátt fyrir að hvorki þjálfari hópsins né skíðadrottningin hafi séð ástæðu til að mæta. Það kom þó ekki að sök þar sem Skafti Brynjólfs var á vappi í fjallinu og hann gerði sér lítið fyrir og lagði stórssvigsbraut með brellum. Það tók ekki langan tíma fyrir þá sem á æfingunni voru að sjá í gegnum gildrurnar hans Skafta enda er hér á ferð fólk með gífurlega reynslu í brautarkeyrslu. Þegar menn voru búnir að læra þokkalega inn á brautina þá var keyrt ansi stíft og á tímabili stóð ekki stöng yfir stöng í brautinni. Næsta æfing verður föstudaginn 20. febrúar kl. 18:30-20:00 og samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun þjálfari hópsins leggja áherslu á brun á þeirri æfingu ef færð og aðstæður leyfa. Mætum öll!!!!!!!!!!!