Olis bikarmót 4, 5 og 6 mars.

Ákveðið hefur verið að á Olis bikarmóti SKÍ í flokkum 15 ára og eldri sem skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði halda 5.-6. mars verið bætt inn einum mótsdegi. Keppt verður í svigi föstudaginn 4. mars og stefnt að því að keppni hefjist kl. 17:00. Endanleg dagskrá verður send til félaganna og sett á heimasíður Skíðafélagas Dalvíkur og Skíðafélags Ólafsfjarðar í kvöld.