Olis bikarmót um næstu helgi.

Undirbúningur fyrir Olis bikarmót í alpagreinum í flokki 13-14 ára sem skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði halda um næstu helgi gengur vel. Upphaflega átti keppnin að fara fram á Ólafsfirði og Dalvík en vegna snjóleysis á Ólafsfirði verður keppt í báðum greinum á Dalvík. Nánari upplýsingar um mótið verða setta á heimasíður félaganna miðvikudaginn 9 febrúar. Mótsstjórn.