Olís stytrkir tvö bikarmót.

Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði hafa samið við Olís um að vera styrktaraðili bikarmótanna sem félögin halda í sameiningu. Fyrra mótið er bikarmót 13-14 ára og verður helgina 12.-13. febrúar en seinna mótið er bikarmót 15 ára og eldri og er helgina 5.-6. mars. Þetta er annað árið í röð sem Olís styrkir félögin í mótahaldi. Mótin heita því bæði Olís bikarmót.