Ólympíudagar æskunnar í Póllandi

Í dag var keppt í stórsvigi á Ólympíudögum æskunnar í Póllandi. Mikið hefur snjóað á keppnisstaðnum síðan mótið hófst og sett keppnina úr skorðum. Stórsvigi stúlkna var frestað í gær vegna aðstæðna og var því keppt hjá báðum kynjum í dag. Þeir Hjörleifur og Unnar voru meðal keppanda en komust ekki í síðari ferðina þar sem 30 fyrstu keppendurnir í fyrri fóru þá síðari. Áætlað er að hópurinn sem tók þátt í leikunum komi til landsinns um miðjan dag á morgun.