07.02.2014
Laugardaginn 8. febr. n.k. efnir Skíðafélag Dalvíkur til Ólympíuvöku í Bergi kl. 16.00
Á vökunni verða veittir styrkir úr Minningarsjóði Daníels Hilmarssonar. Ólympíufararnir Sveinn Brynjólfsson, Kristinn Ingi Valsson og Björgvin Björgvinsson munu segja frá þátttöku sinni á Vetrarólympíuleikunum. Þá verður merk íslensk kvikmynd frá 5. Vetrarólympíuleikunum í St. Moritz árið 1948 sýnd. Hún var tekin af Árna Stefánssyni og er nú í eigu Kvikmyndasafns Íslands. Myndin sýnir keppni í nær öllum keppnisgreinum leikanna og alla bestu íþróttamenn heimsins í vetraríþróttum á þeim tíma. Í myndinni má einnig sjá Íslendingana sem kepptu í bruni, svigi og skíðastökki.