Opið á morgun.

Á morgun sunnudaginn 10. janúar verður skíðasvæðið opið frá 12:00-16:00 ef veður setur ekki strik í reikninginn. Í dag hvessti skyndilega með þeim afleiðingum að vírinn á neðri lyftunni fór út af og loka varð svæðinu. Fjöldi fólks var á skíðum þegar það gerðist. Við viljum þakka gestum fyrir skilninginn á þessu atviki og vonumst til að sjá sem flesta aftur á skíðum á Dalvík.