27.10.2008
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl. 16:00 til 19:00 Æfingar verða sem hér segir: Kl.16:00 verður æfing hjá 5. bekk og yngri og kl.17:30 hjá 6. bekk og eldri, nánari upplýsingar um æfingar eru undir æfingar og mót.
Í gær var frítt á svæðið en í dag verða seld dagskort, 500 kr, fyrir alla. Þeir sem mæta á æfingar og ætla að kaupa árskort skrá sig hjá starfsmönnum, sala vetrarkorta hefst á næstu dögum.
Ný verðskrá verður sett á síðuna næstu daga. Nánari upplýsingar um opnun og æfingar verða hér á síðunni í kvöld.