Opnað í Böggvisstaðafjalli í dag.

Í dag verður Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnað í fyrsta skipti í vetur og verður opið frá kl. 15-18. það verður frítt í fjallið í dag. Aðstæður á skíðasvæðinu þokkalegar en mikið hefur snjóað í logni síðustu daga og því jafnfallinn snjór yfir öllu og því biðjum við þá sem fara á skíði að fara varlega. Þá bendum við einnig á að snjórinn er ekki mikill í fjallinu. Nánari upplýsingar um opnun verða settar hér á síðuna í dag.